Fimleikastarf hefst að nýju

Fimleikaæfingar eru að hefjast að nýju eftir sumarfrí og í nýrri aðstöðu og ætlum við að hefja önnina á opnum æfingum mánudaginn 7. september og verða þær út þá viku. Þá er öllum frjálst að mæta til að prufa.

Skrá þarf iðkanda inn á http://www.olfus.felog.is og er gengið frá greiðslu í leiðinni þar inni. Hægt er að skipta greiðslum ef vill. Við minnum á íþróttastyrkinn sem hvert barn 6-18 ára fær frá sveitarfélaginu og er hægt að nota hann til að greiða æfingagjöldin.

Litli íþróttaskólinn hefst 26. september og verður að þessu sinni 10 skipti, 7.500 kr.

Frekari upplýsingar ásamt æfingatöflum og æfingagjöldum má finna í fréttabréfi fimleikadeildar og á heimasvæði fimleikadeildar.

Fréttabréf fimleikadeildar haust 2020