Sjö krakkar úr Þór í landsliðsverkefni

Sjö krakkar úr Körfuknattleiksdeild Þórs voru valdir í æfingahópa yngri landsliða KKÍ. Yngri landsliðshóparnir munu æfa á milli jóla og nýárs en landsliðin verða tilkynnt í vor 2020. Landsliðin eru að undirbúa þátttöku í Norðurlanda- og Evrópumótum sumarið 2020. Við óskum þeim innilega til hamingju og góðs gengis á æfingunum.

Þau sem voru valin til æfinga voru: Hildur Björk Gunnsteinsdóttir, Emma Hrönn Hákonardóttir, Gígja Rut Gautadóttir og Ingunn Guðnadóttir voru valdar til æfinga í U15 ára lið stúlkna. Tómas Valur Þrastarson og Einar Dan Róbertsson voru valdir til æfinga með U15 ára liði drengja og Ísak Júlíus Perdue með U18 ára liði drengja.