Sigur á Keflavík

Frábær sigur hjá Þórsurum í gærkvöldi á toppliði Keflavíkur, 89 – 81. Sterk liðsheild, góður varnarleikur og mögnuð frammistaða hjá Halldóri Garðari sem leiddi liðið í sóknarleiknum en hann skoraði 34 stig. En bæði hann og Friðrik Ingi voru í liði 10. umferðar og Halldór Garðar valinn leikmaður umferðarinnar.

Í viðtali við visir.is sagði Friðrik Ingi þjálfari:
“Ég er mjög ánægður með hugarfar okkar í þessum leik. Við vorum að spila vel á ákveðnum köflum í vetur en svo höfum við dottið niður og hefur vantað svona herslumuninn finnst mér. Við höfum verið inni í leikjum en ekki náð að klára þá, þannig að ég er mjög ánægður með að við skildum ná að gera betur í kvöld.‘‘